Tækniþjónusta

Þjónusta eftir þínu höfði

Fyrirtæki hafa ólíkar þarfir og við leitumst við að koma til móts við þær eins og kostur er. Hjá Öruggri afritun er hagkvæmast að hafa þjónustu í áskrift en við sinnum einnig afmörkuðum verkefnum með útseldri vinnu.

Ódýrari heildarlausn

Þjónusta í áskrift sparar tíma og er hluti af heildarþjónustu Öruggrar afritunar. Viðskiptavinir sem velja þessa leið lækka núverandi kostnað sinn við fjarskipta- og tækniþjónustu um 25,4% að meðaltali.
Leið 1

Þjónusta í áskrift

Viðskiptavinur greiðir fast verð fyrir heildarlausn sem er sérsniðin að þörfum hans. Með skilvirkari leiðum gerum við einföld tækniverkefni sjálfvirk, t.d. uppfærslur á vélum.

Í staðinn notum við tímann í áríðandi verkefni á borð við að vakta og greina tækniumhverfi og bregðast við ógnum áður en þær hafa víðtæk áhrif á starfsemina.

Innifalið:

Leið 2

Útseld vinna

Útseld vinna hentar þeim fyrirtækum sem hafa aðeins þörf á lágmarksþjónustu eða viðbragði við stökum málum. Þá er einungis greitt fyrir þá þjónustu sem óskað er eftir þegar eitthvað fer úrskeiðis (e. break/fix).

Ekki hika við að hafa samband!

Bókaðu tíma og við förum í gegnum fyrstu skrefin saman.