Við þjónustum yfir 500 ánægða viðskiptavini.
![]()
![]()
Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið viðskiptavinir Öruggrar afritunar frá árinu 2010. Eftir að hafa skoðað ýtarlega hvað var í boði völdum við Örugga afritun. Það sem stóð upp úr var hátt öryggisstig, góð verð og 24/7 þjónusta. Ég gef þeim mín bestu meðmæli.
![]()
![]()
![]()
Við hjá Skatti & bókhaldi meðhöndlum fjárhags- og bókhaldsgögn auk annarra trúnaðargagna fyrir um þúsund viðskiptavini. Fátt er okkur mikilvægara en trúnaður og öryggi þeirra gagna sem við varðveitum. Skattur & bókhald hefur að undanförnu notast við afritunarþjónustu gagna frá Öruggri afritun. Eftir að hafa kynnt mér öryggisstaðla þeirra ítarlega komst ég að þeirri niðurstöðu að ég get treyst gögnum mínum í þeirra höndum. Ég get veitt fyrirtækinu mín bestu meðmæli, bæði hvað varðar vöru og þjónustu.
![]()
![]()
![]()
Framtíðarsýn okkar er að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í umhverfisstjórnun. Með samningi okkar við Örugga afritun erum við að stíga annað skref í þá átt. Nú getum við sagt að gögnin okkar séu afrituð í eitt grænasta gagnaver heims sem jafnframt er staðsett á Íslandi. Með tilkomu Öruggrar afritunar gafst okkur loksins kostur á því að afrita tölvugögnin með hagkvæmum hætti yfir í öruggt gagnaver.
![]()
Góð, persónuleg þjónusta í öruggu umhverfi
Stefna fyrirtækisins hefur alltaf verið að bjóða upp á góða persónulega þjónustu í öruggu umhverfi á hagstæðum verðum. Það hefur skilað sér og vöxturinn heldur áfram. Við ætlum okkur að halda áfram að bjóða lág verð með háu þjónustu– og öryggisstigi.
Okkur hjá Öruggri afritun er umhugað um persónuvernd og öryggi þeirra upplýsinga sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndar- og öryggisstefnu Öruggrar afritunar kemur fram hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvað gerum við þær og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.
Örugg afritun ehf., kt. 710510-0160, er íslenskt fyrirtæki sem býður upp á eftirfarandi lausnir:
Skýja afritun>
Upplýsingar sem þú lætur okkur í té
Örugg afritun safnar upplýsingum um starfsmenn og viðskiptavini sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.
Þegar þú kemur í viðskipti til Öruggrar afritunar kunnum við að óska eftir persónuupplýsingum um þig, svo sem nafni, kennitölu, heimilisfangi, símanúmeri eða netfangi.
Eigi Örugg afritun í samskiptum við viðskiptavini sína, svo sem vegna úrlausna vandamála, fyrirspurna eða breytingar á þjónustu, þá er sú samskiptasaga geymd.
Upplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa
Sá afritunarhugbúnaður sem við notum afritar sjálfkrafa skrár upp í gagnaver Öruggrar afritunar.
Þegar þú notar þjónustu Öruggrar afritunar getur verið að við söfnum sjálfkrafa tilteknum upplýsingum um tækið sem þú notar til að tengjast okkur. M.a. upplýsingum um hugbúnað og stýrikerfi, Internet Protocol-netfangið þitt og tímasetningu hverrar innsendrar beiðni.
Þegar þú notar afritunarþjónustu okkar munum við einnig fá upplýsingar um nöfn véla og harðra diska og gerðir, fjölda og stærð skráa sem fluttar eru.
Öll gögn sem viðskiptavinur óskar eftir afritun og flutningi á er eign hans og hefur Örugg afritun engan aðgang að þeim nema í dulkóðuðu formi. Örugg afritun framfylgir hæstu stöðlum við dulkóðun gagna og eru þau dulkóðuð með AES 256 bita dulkóðun áður en þau fara frá viðskiptavinum okkar. Viðskiptavinur býr til og geymir lykilorð sem notaður er til afdulkóðunar að gögnunum hans. Lykilorðið fer ekki undir neinum kringumstæðum til Öruggrar afritunar eða út fyrir vél viðskiptavinar. Gagnaflutningur frá viðskiptavini til gagnavera Öruggrar afritunar fer um læsta dulkóðaða línu (https).
Örugg afritun safnar ekki upplýsingum frá þriðja aðila. Verði breyting á því verða viðskiptavinir látnir vita sérstaklega.
Við söfnum upplýsingum um viðskiptavini okkar til að:
Það eru tvær tegundir af tölvupósti sem þú getur fengið frá Öruggri afritun:
Örugg afritun miðlar ekki persónuupplýsingum um þig til þriðja aðila nema að fengnu samþykki þínu eða í kjölfar dómsúrskurðar.
Við notum engar rafrænar kökur (e. cookies) eða neinn hugbúnað af neinu tagi til að safna upplýsingum í gegnum heimasíðu okkar. Ef slíkt breytist þá mun notendum netsíðu Öruggrar afritunar verða tilkynnt um slíkt.
Örugg afritun tryggir að öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja hámarks öryggi gagna og persónuupplýsinga hverju sinni.
Þegar þú slærð inn persónulegar upplýsingar dulkóðum við þær upplýsingar með því að nota örugga samskiptaleið (SSL). Lykilorð viðskiptavina okkar eru ávallt dulkóðuð og hafa starfsmenn okkar ekki aðgang að þessum upplýsingum. Það er því mikilvægt að viðskiptavinir geymi slíkar upplýsingar örugglega hjá sér því án lykilorða er ekki hægt að endurheimta dulkóðuð gögn frá Öruggri afritun.
Við geymum ekki persónupplýsingar lengur en þörf er á samkvæmt samningi okkar við þig.
Fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga skal senda á netfangið privacy@oruggafritun.is.
Þú getur óskað eftir aðgangi að þeim persónuupplýsingum þínum sem Örugg afritun safnar um þig með því að senda póst á netfangið privacy@oruggafritun.is.
Þú hefur rétt á að afturkalla samþykki þitt fyrir notkun Öruggrar afritunar á persónuupplýsingum þínum.
Örugg afritun endurskoðar reglulega þessa persónuverndar- og öryggisstefnu.