Við hefjum ferlið á samtali og förum yfir stöðuna. Þegar við höfum komist að samkomulagi hefjum við upplýsingaöflun fyrir greiningu.
Sérfræðingar greina tækni- og fjarskiptaumhverfi fyrirtækisins í heild sinni. Greiningin er gjaldfrjáls.
Við förum yfir niðurstöður úr greiningu og kynnum tillögur að breytingum. Ef tillögurnar fá góðan hljómgrunn þá hefjum við innleiðingu á breytingum.
Að innleiðingu lokinni hefur þú tryggt þínu fyrirtæki betri yfirsýn í tækni- og fjarskiptamálum fyrir 25,4% lægri kostnað að meðaltali.